Við bjóðum upp á sérfræðiþjónustu við prentun listrænna ljósmynda með hágæðatækni sem nýtir ljósekta blek á hágæðapappír. Allt vinnsluferlið er litstýrt, frá skjábirtingu til lokaprentunar.

Við nýtum eftirfarandi tækja- og hugbúnað við prentstýringu:

CaptureOne 11 hugbúnaður til frágangs og fínstillingar á ljósmyndum.
EIZO ColorEdge CG2730 litstýrður ljósmyndaskjár.
Epson P800 ljósmyndaprentari.
Plustek OpticFilm 8200i Ai, skanni fyrir 35mm filmur.

Við erum með á lager úrval pappírs frá þýska fyrirtækinu Hahnemühle, í stærðinni 43 x 56 cm.

Verð fyrir útprentun er kr. 4.800 á frágang, litstillingu og prentun myndar á hverja 43 x 56 cm örk.

Fyrir aukaþjónustu, skönnun, skurð eða annar frágang er verð kr. 9.600 pr. klukkustund.